Texti úr tillögu
Tillaga okkar að nýrri Fossvogsbrú er allt í senn einföld, fáguð og einstök. Form hennar er sterkt og læsilegt og hún er auðþekkjanleg og mun verða mjög áberandi kennileiti, ekki aðeins fyrir höfuðborgarsvæðið, heldur fyrir allt Ísland; stolt borgarbúa og þjóðarinnar allrar.
Þrír burðarbogar eru tengdir saman í einni fljótandi sínuskúrvu sem leggur sérstaka áherslu á tengslin milli Kópavogs og Reykjavíkur. Þetta er náttúrulegt form sem upphefur einstakt landslag Íslands og endurspeglar öldur Norður-Atlantshafsins og einkennandi form fjallgarða landsins. Lóðréttu sniðin sem tengja bogana við brúargólfið eru hönnuð til að vera sem minnst og leyfa bogunum að vera ráðandi form. Bogarnir verða upplýstir á kvöldin til að ljá einstakri flæðilínu brúarinnar áberandi svip.
Aðal burðarvirkið liggur eftir miðju brúarinnar og aðskilur ökutæki og umferð sem ekki er vélknúin. Umhverfi gangandi og hjólandi vegfarenda verður hljóðlátari og meira aðlaðandi og þeir verndaðir að nokkru fyrir hávaða og mengun frá almenningsvögnum. Þessi ósamhverfa virkni endurspeglast í brúarhönnuninni með annars vegar steyptri hindrun á brúnni sem verndar ökutæki og hins vegar létt mannhæðar hátt handrið sem verndar gangandi vegfarendur. Austurhliðin veitir einnig óhindrað útsýni yfir Fossvogsflóa og í átt að Esjunni. Aðeins tveir brúarstólpar eru í sjó. Þversnið þeirra minnkar uppávið og snerta þeir lágpunkta brúarboganna í léttri tengingu.
Bjóðandi
Byggingarverkfræðingar
Arkitektar
Landslagsarkitektar