Tillaga

Innsend tillaga1717171

Texti úr tillögu

Fossvogurinn er vinsælt útivistarsvæði, sambland af landfyllingum og náttúrulegri strandlengju þar með töldum Fossvogslögunum ofan á jökulsorfnum grágrýtisklöppum síðustu ísaldar. Náttúrusvæðið er mikilvægt vistkerfi smádýra og fugla, en á sama tíma má rekja sögu byggðarþróunar umhverfis voginn; hernámsminjar, Reykjavíkurflugvöllur, Fossvogskirkjugarður, Háskólinn í Reykjavík, Ylströndin og nýleg uppbygging á Kársnesi.

Höfuðborgarsvæðið einkennist af borgarlandslagi í nánum tengslum við náttúruna umhverfis. Á 5 mínutum er í flestum tilfellum hægt að komast úr borginni að strönd með útsýni yfir sundin, eða í græn svæði, jafnvel með laxám og skógi.

Glíma höfuðborgarsvæðisins er að leysa samgöngumál dreifðar uppbyggingar 20.aldar með nýju, vistvænu og afkastamiklu Borgarlínukerfi sem tengir sveitafélögin saman og eykur lífsgæði íbúa. Fossvogsbrúin er lykilþáttur í þeirri þróun.

Það er mikilvægt að nýja brúin virði þá viðkvæmu náttúru sem fyrirfinnst í Fossvoginum og undirstriki þar með vistvænt hlutverk Borgarlínunnar.

Teymið

Bjóðandi

Ferill ehf.

Bjóðandi

Schlaidch Bergemann Partner (SBP)

Undirverktaki

Zaha Hadid architects

Undirverktaki

Exa Nordic

Undirverktaki

T.ark

Undirverktaki

Landslag

Undirverktaki

RK design

Byggingarverkfræðingur

Arnar Björn Björnsson

Byggingarverkfræðingur

Ríkharður Kristjánsson

Arkitekt

Halldór Eiríksson

Landslagsarkitekt

Þráinn Hauksson

Sjá innsendingu teymis

Sækja PDF