Texti úr tillögu
Brúin er 270m löng með stuttum landfyllingum við hvorn enda. Brúin er á tveimur hæðum þar sem neðri brún brúarinnar er í hæðarkótanum +6,4m fyrir miðri brú og +4,5m til endanna. Efri brúnin tekur mið af hindrunarflötum flugvallarins. Hið tvöfalda bogaform brúarinnar gerir henni kleift að þvera fjörðinn með fimm 45m löngum höfum, ásamt styttri höfum til endanna. Undirstöður brúarinnar eru grundaðar á staurum sem reknir eru á fastan botn í hæðarkótanum u.þ.b. -15m. Eingöngu 6 stöplar eru í sjónum sem lágmarkar breytingu á straumhegðun Fossvogarins og er jafnframt jákvætt gagnvart sjósundi og siglingum. Akbrautir strætisvagna er á neðri hæð brúarinnar með a.m.k. 7,2m fría breidd. Á efri hæðinni er hjólandi og gangandi umferð samanlagt með sömu breidd.
Bjóðandi
Arkitekt
Byggingarverkfræðingur
Landslagsarkitekt