Í frumdragaskýrslu að fyrstu lotu Borgarlínunnar eru lagðar fram fyrstu heildstæðu tillögurnar að útfærslu borgarlínuframkvæmda, frá Ártúnshöfða að Hamraborg.
Þar er einnig að finna vel ígrundaðar tillögur sem leggja grunn að frekari hönnunarvinnu.
Hér er að finna lista og skýringar á orðum sem tengjast Borgarlínu – lotu 1.
Skýrsla BRTPlan um Borgarlínuna.
Orkugjafaskýrsla, gefin út af Landsvirkjun og unnin af Royal Haskoning DHV og VSÓ ráðgjöf. Skýrslan kom út í desember, 2020.
Nýtt samgöngulíkan fyrir höfuðborgarsvæðið, unnið fyrir Vegagerðina af COWI og Mannviti og gefið út í september, 2020.
Fyrstu hugmyndir að Nýju leiðaneti á höfuðborgarsvæðinu, unnin af EFLU verkfræðistofu og gefin út í desember 2019.
Fyrsta lota Borgarlínunnar, sem áætlað er að opni árið 2024, er þjóðhagslega arðbært verkefni samkvæmt félagshagfræðilegri greiningu (e. socio-economic analysis) sem unnið var af COWI og Mannviti.
Fyrsta lota Borgarlínunnar er um 13 km löng og liggur milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. Fyrstu áætlanir gera ráð fyrir 25 stöðvum, en það kann að breytast í hönnunarferlinu.