2. nóvember 2020

Drög að matsáætlun Borgarlínan Ártúnshöfði — Hamraborg

Fyrsta lota Borgarlínunnar er um 13 km löng og liggur milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. Fyrstu áætlanir gera ráð fyrir 25 stöðvum, en það kann að breytast í hönnunarferlinu.

Sækja PDF

Innihald skýrslu

Innihald skýrslu

Verkefnastofa Borgarlínu óskaði eftir heimild Skipulagsstofnunar að vinna mat á umhverfisáhrifum fyrir fyrstu lotu Borgarlínu og eru þessi drög að
matsáætlun fyrsta þrep í matsferli Borgarlínunnar. Í þeim er gerð grein fyrir fyrstu hugmyndum að því hvernig áætlað er að standa að mati á umhverfisáhrifum. Gerð er grein fyrir helstu framkvæmda- og áhrifaþáttum framkvæmdar, rannsóknaráætlun og fyrirhugaðri gagnaöflun, og matsspurningum.

Umhverfisþættir sem fyrirhugað er að verði til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum eru loftgæði, hljóðvist, loftslag, samgöngur og umferðaröryggi, lífríki og vatnafar, jarðmyndanir, landnotkun og þróun borgarinnar, ásýnd, menningarminjar og félagshagfræðilegir þættir.

Verkefnastofa Borgarlínu kynnir drög að matsáætlun fyrir almenningi, öðrum hagaðilum og umsagnaraðilum. Tilgangurinn er að fá ábendingar sem allra fyrst í undirbúningum, um áherslur í komandi matsvinnu, upplýsingar um fyrirliggjandi gögn og almennar ábendingar um framkvæmdir og hvort efnistök séu skýr.