Texti úr tillögu
Brúin myndar mjúkan boga sem svífur yfir haffletinum og kallast á við sjóndeildarhringinn. Sjónrænt er brúin einfaldur kraftmikill bogi sem spennist milli Reykjavíkur og Kópavogs yfir Fossvog í norður-suður stefnu eins og nál í áttavita og borin af aðeins tveim brúarstöplum, sem fara ofan í voginn. Form og eiginleikar burðarvirkis eru nýtt til fulls til að ná fram stórbrotnu skúpturformi á lágstemmdan en kröftugan hátt.
Gangandi og hjólandi vegfarendur eru vestan megin þar sem er skjólsælla gagnvart suðaustan áttinni og tilkomumikið útsýni út á Faxaflóa – almenningsvagnar austan megin. Brúin er kennileiti sem tjáir hvortveggja í senn léttleika og seiglu ásamt því að vera tákn um breyttar áherslur í samgöngumálum.
Degree of Freedom AS
Degree of Freedom AS
Nuno arkitekturn AS
Nuno arkitekturn AS
Teiknistofan Tröð ehf.
Teiknistofan Tröð ehf.
Landmótun
Lota
Tensio