Í tillögu þeirri sem hér er kynnt er lögð áhersla á að hið nýja mannvirki falli sem best að svipmóti landsins beggja vegna vogsins og tengi það saman á áreynslulausan og lágstemmdan hátt.
Brúin er hönnuð sem glæstur bogi sem sveigir sig út í átt að Faxaflóanum. Þannig verður lögun brúarinnar að sjálfgefinni framlengingu á samgöngu- og stíganeti sem liggur í megináttir meðfram strandlengjunni.
Brúarmannvirkið liggur yfir haffletinum og skarast við sjónarrönd – landið og himininn. Yfirbragð brúarinnar einkennist af ró, jafnvægi og einfaldleika.
Bjóðandi
Undirverktaki
Undirverktaki
Undirverktaki
Undirverktaki
Undirverktaki
Byggingarverkfræðingur
Arkitekt
Landslagsarkitekt