Í dag kemur út skýrslan Borgarlínan, 1. lota forsendur og frumdrög. Skýrslan verður kynnt með streymi kl. 10:00 en með henni eru lagðar fram fyrstu heildstæðu tillögurnar að útfærslu borgarlínuframkvæmda, frá Ártúnshöfða að Hamraborg, sem er fyrsta framkvæmdalota Borgarlínunnar. Í skýrslunni er meðal annars að finna áætlaðan kostnað, hönnunarforsendur, tillögur að legu, stöðvum og útliti göturýmis.