Fjögur tilboð í stoðráðgjöf fyrir Borgar­línuna

Fjögur tilboð, frá bæði innlendum og erlendum fyrirtækjum,bárust í fyrstu atrennu forvals fyrir stoðráðgjöf fyrir Borgarlínuna. Fyrirtækin sem lögðu fram tilboð eru Egis, Mannvit (ásamt COWI og Arup), Royal Haskoning og Turner & Townsend.

Stoðráðgjöfinfelur í sér að veita leiðsögn og sérfræðiþekkingu á lykilsviðum við uppbyggingu nýs samgöngukerfis fyrir almenning á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk stoðráðgjafa felur í sér fjóra meginþætti:

· Stuðningsþjónustu

· Stjórnun á hönnunarferli

· Stjórnun á framkvæmdasvæði

· Afhendingu og ORAT þjónustu

Þrjú fyrirtæki verða valin til frekari samningsviðræðna en gert er ráð fyrir að þeim viðræðum ljúki í september og þá verður tilkynnt um hver varð fyrir valinu.Það fyrirtæki sem hreppir hnossið þarf að vera sveigjanlegt og geta lagað sig að þeim verkefnum og viðfangsefnum sem upp koma og vera verkefnateymi Borgarlínunnar innan handar allan verktímann.