Fjármögnun Borgarlínu tryggð

Undirritun samkomulags mili ríkisvaldsins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu markar þáttaskil í rekstri og undirbúningi Borgarlínu. Fjármögnun Borgarlínu liggur nú fyrir og framundan er áframhaldandi vinna við skipulag og hönnun.

Framkvæmdir við fyrstu tvo áfanga sérakrýma Borgarlínu hefjast árið 2021 og verður þeim lokið árið 2023. Í kjölfarið verða útbúin sérakrými sem tengjast fyrirliggjandi stofnleiðum en þau munu styrkja og efla leiðarkerfi Borgarlínu. Tengingar Borgarlínu við leiðarkerfi Strætó skipta hér lykilmáli og er vinna hafin við hönnun og skipulag þeirra.

Hér að neðan má sjá áætlun um uppbyggingu sérakrýma Borgarlínu í samræmi við samkomulag ríkis og sveitarfélaganna.

  • Hlemmur – Ártun 2021-2023
  • Hamraborg – Hlemmur 2021-2023
  • Hamraborg – Lindir 2023-2024
  • Mjódd – BSÍ 2024-2026
  • Kringlan – Fjörður 2027-2030
  • Ártún – Spöng 2029-2031
  • Ártún – Mosfellsbær 2031-2033