Borgarlínan tilnefnd til verðlauna

Hönnunarstofan Kolofon hlaut tvær tilnefningar til FÍT verðlaunanna fyrir aðkomu sína að hönnuna á útliti Borgarlínunnar. Annars vegar í flokki upplýsingahönnunar fyrir verkefnið almennt og hins vegar í flokki gagnvirkrar miðlunar fyrir sýninguna „Næsta stopp“ í Ráðhúsinu en það var gagnvirk sýning um samgöngunet Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna.

FÍT verðlaunin (Félag íslenskra teiknara) eru fagverðlaun og hlutverk þeirra er að finna það sem skarar fram úr í grafískri hönnun og myndskreytingum á Íslandi ár hvert. Innsendingar í keppninni eru dæmdar af fagfólki, grafískra hönnuða og myndskreyta sem er raðað í dómnefndir eftir sínu sérsviði.

Niðurstaða verðlaunanna verða kynnt rafrænt 14. maí næstkomandi.

Nánar um verðlaunin