Útgefið efni

Raða eftir:

Dagsetningu

Nafni

2020/10/13

Félagshagfræðileg greining

Fyrsta lota Borgarlínunnar, sem áætlað er að opni árið 2024, er þjóðhagslega arðbært verkefni samkvæmt félagshagfræðilegri greiningu (e. socio-economic analysis) sem unnið var af COWI og Mannviti.

2020/05/14

Drög að matsáætlun Borgarlínan Ártúnshöfði - Hamraborg

Fyrsta lota Borgarlínunnar er um 13 km löng og liggur milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. Fyrstu áætlanir gera ráð fyrir 25 stöðvum, en það kann að breytast í hönnunarferlinu.

Verkefnastofa Borgarlínu stendur að undirbúningi að framkvæmdinni og mati á umhverfisáhrifum. Verkefnastofa Borgarlínu óskaði eftir heimild Skipulagsstofnunar að vinna mat á umhverfisáhrifum fyrir fyrstu lotu Borgarlínu og eru þessi drög að matsáætlun fyrsta þrep í matsferli Borgarlínunnar. Í þeim er gerð grein fyrir fyrstu hugmyndum að því hvernig áætlað er að standa að mati á umhverfisáhrifum.

Gerð er grein fyrir helstu framkvæmda- og áhrifaþáttum framkvæmdar, rannsóknaráætlun og fyrirhugaðri gagnaöflun, og matsspurningum. Umhverfisþættir sem fyrirhugað er að verði til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum eru loftgæði, hljóðvist, loftslag, samgöngur og umferðaröryggi, lífríki og vatnafar, jarðmyndanir, landnotkun og þróun borgarinnar, ásýnd, menningarminjar og félagshagfræðilegir þættir. Verkefnastofa Borgarlínu kynnir drög að matsáætlun fyrir almenningi, öðrum hagaðilum og umsagnaraðilum.

Tilgangurinn er að fá ábendingar sem allra fyrst í undirbúningum, um áherslur í komandi matsvinnu, upplýsingar um fyrirliggjandi gögn og almennar ábendingar um framkvæmdir og hvort efnistök séu skýr. Undirbúningur Borgarlínunnar hefur staðið yfir undanfarin misseri. Leiðin frá Ártúnshöfða að Hamraborg er fyrsta lota Borgarlínu skv. Samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem skrifað var undir 26. september 2019, og tillögu að uppfærðri samgönguáætlun 2020-2034. Undirbúningur og framkvæmdir fyrstu lotu taka til tímabilsins 2020-2023 í aðgerðaráætlun tillögu að samgönguáætlun. Aðrar lotur koma síðar í samræmi við framkvæmdaáætlun sáttmálans og verður unnið að mati á umhverfisáhrifum fyrir þær lotur þegar að þeim kemur.

2020/04/07

Skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning 1. lotu Borgarlínu | Ártúnshöfði - Hamraborg

Breytingar á aðalskipulagi Kópavogs og aðalskipulagi Reykjavíkur

Lögð er fram til kynningar sameiginleg verk- og matslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Kópavogsbæjar 2012-2024 og Reykjavíkurborgar 2010-2030 sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulags- laga nr. 123/2010 og laga nr. 105/2006 um umhverifsmat áætlana.

Breytingin felst í að staðsetja legu 1. lotu Borgarlínu og svokallaðrar kjarnastöðvar ásamt breytingum á Sæbraut og Miklubraut. Lega Borgarlínu er afmörkuð milli Hamraborgar í Kópavogi og Ártúnshöfða í Reykjavík.

Gögn

Verk- og marslýsing eru aðgengilegar á eftirfarandi stöðum: - samradsgatt.island.is
-borgarlinan.is\

  • kopavogur.is

- reykjavik.is/skipulag-i-kynningu - adalskipulag.is

Frestur til athugasemda

Verk- og matslýsing er í kynningu frá 7. apríl til og með 9. maí 2020. Athugasemdir og ábendingar verða að vera skriflegar. Hægt er að senda athugasemdir inn á samráðsgáttina,borgarlinan@borgarlinan.is, skipulag@reykjavik.is eða skipulag@kopavogur.is

2020/01/09

Svæðisskipulagið höfuðborgarsvæðið 2040

Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi. Samgöngu- og þróunarásar fyrir hágæðakerfi almenningssamgangna á höfuðsborgarsvæðinu - Borgarlína

Hlaða fleiri