• Á grunni 9. greinar samningsins hafa síðan verið gerðir samningar um einstök áfangastig verkefna þar sem tekið á eftirfarandi þáttum:
- Lýsingu á verkefni (umfang, áætlanagerð og nákvæmni).
- Samsetningu og staðsetningu verkefnastofu eða verkefnateymis.
- Áætlaðri framvindu verkefnis og tíðni á uppfærslu verkáætlana.
- Heildarfjárheimild til verkefnis (væntigildi og vikmörk).
- Útboðsheimild eftir því sem við á.
- Upplýsingum um tengiliði sem annast samskipti og hafa heimild til að skuldbinda vegna verkefnisins.
Í samningum um einstök verkefni hefur verið kveðið á um viðmiðunarflokka kostnaðaráætlana, fyrirkomulag verkefnisstjórnunar.
Borgarlínan
Verkefnastjórnsýsla verkefnastofu Borgarlínunnar (e. Project Management Office) er lýst í stefnuskjali verkefnastofunnar (e. Project Execution Plan). Til viðbótar stefnuskjali eru yfir tuttugu skráðar verklagsreglur og leiðbeiningar sem taka á ýmsum þáttum verkefnastjórnunar. Áhættuskrár eru gerðar sem fara í reglulega rýni og uppfærslu eftir því sem verkefnavinnunni vindur fram. Lauslega áætlað eru hátt í þrjúhundruð áhættuþættir og tækifæri skráð í áhættuskrár nú. Reglulegar kannanir eru gerðar meðal starfsmanna verkefnastofunnar um líðan í starfi þar sem streita og álag er einn af lykil áhættuþáttum allra flókinna verkefna.
Stofnvegir og hjólastígar
Vegagerðin er með vottað gæðastjórnunarkerfi byggt á ISO 9001:2015 og er verkefnastjórnsýsla þeirra hluti af vottuðu gæðakerfi.
Betri samgöngur
Betri samgöngur er með skjalfest verklag þannig að öll verkefni þurfa samþykki stjórnar áður en verkefni færast á milli hönnunarstiga og í framkvæmd. Einnig er skjalfest verklag um stýringu og samþykkt breytinga á umfangi og kostnaði vegna verkefna.
Skýrslur og upplýsingar
Sæbrautarstokkur. Matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum lýsir verkefninu.
Gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar. Matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum lýsir verkefninu.
Borgarlínan. Gefnar hafa verið út þónokkrar skýrslur. Frumdrög fyrstu lotu Borgarlínunnar lýsa því sem unnið er að. Tillaga að matsáætlun lýsir viðfangsefninu. Auk formlegra skýrslna hafa verið gefnar út fjöldi frétta þar sem gerð er frekari grein fyrir einstökum atriðum við undirbúninginn.
Arnarnesvegur er kominn í framkvæmd og um hana má fræðast á upplýsingavef Vegagerðarinnar.
Önnur verkefni eru styttra á veg komin og ekki búið að gefa út formlegar skýrslur. Þeim er þó lýst í greinargerð með uppfærðum sáttmála.
Betri samgöngur hafa frá upphafi lagt áherslu á umsjón og undirbúning áætlana í samræmi við alþjóðlega viðurkennda aðferðafræði byggðri á bestu þekkingu (e. best practice) og innleitt áhættugreiningu kostnaðar við frágang og framsetningu kostnaðar í lok hvers hönnunarstigs allra stærri verkefna. Þetta er nýlunda í verkefnum opinberra aðila. Í október 2022, tæpum tveimur árum eftir að Betri samgöngur innleiddu þetta verklag, kynntu Samtök iðnaðarins, Félag ráðgjafaverkfræðinga, Mannvirki félag verktaka og Framkvæmdasýsla nýja sýn á samræmda aðferð við gerð kostnaðaráætlana fyrir byggingar og almennar framkvæmdir sem finna má hér.
Þessi nýja sýn er sú sama og viðhöfð hefur verið í verkefnum sáttmálans eins og kemur fram í greinargerðinni. Aðferðafræðina má kynna sér á kostnaður.is, í greinargerðinni og á vef AACE (International Association for the Advancement of Cost Engineering), sem á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1956.
Þessu til viðbótar hefur verið innleitt verklag í lok hvers hönnunarstigs þar sem farið er í gegnum byggingarhæfi verkefnisins. Þetta er ákveðið form áhættugreiningar þar sem markmiðið er að bera kennsl á þá þætti sem helst skapa áhættu (e. risk) við verklegar framkvæmdir. Aðferðin tekur á áhættu almennings sem á leið um og framhjá framkvæmdasvæðinu, framkvæmdaaðferð og framkvæmdaröð, helstu áhættuþáttum í framkvæmd sem geta orsakað aukinn kostnað og tíma og öryggi þeirra sem að framkvæmdinni vinna.
Markmiðið með þessari greiningu er að bera kennsl á viðkomandi atriði þannig að á næsta hönnunarstigi sé hægt að taka tillit til þeirra og gera viðeigandi ráðstafanir til að eyða eða lágmarka áhættunni. Þessi greining leiðir líka of í ljós ný tækifæri sem annars hefðu ekki verið með við áframhaldandi undirbúning. Þetta verklag er eðli málsins samkvæmt eitt form áhættugreiningar.
Samhliða uppfærslu samgöngusáttmálans voru gerður tillögur um umbætur í stjórnskipulagi hans og sérstaklega er gerð grein fyrir þeim í greinagerðinni.