Tillaga Ask arkitekta, Eflu og Gagarín Miklatorg er hjartað í tillögunni, austan Snorrabrautar. Það hallar sér að Landspítala, „Brooklyn“, Klambratúni og Hlíðarenda. Hér er tengipunktur mannlífs í borginni. Margt fólk, úr öllum áttum sem kemur og fer í mismunandi tilgangi. Spítalinn er einn af aðalleikurunum, Háskólarnir báðir, tenging við flugvöllinn, íþróttastarfsemi á Hlíðarenda og útivistarsvæðin í Öskjuhlíð og Klambratúni. Þetta svæði tengir líka hverfin sem að því liggja.