Heildstæðar almenn­ings­sam­göngur

Borgarlínan er hágæða almenningssamgöngukerfi fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Borgarlínan verður með góðar tengingar við strætisvagna sem koma frá nágrannasveitarfélögum. Hún ekur að mestu í sérrými með forgangi á gatnamótum en þannig eykst bæði áreiðanleiki og hagkvæmni.

Þjónustan verður betri og áhersla er lögð á gott aðgengi fyrir alla. Þá eykst tíðni ferða og ferðatíminn styttist.

Borgarlínan verður raunhæfur og vistvænn valkostur, sniðinn að þörfum notenda.