Framkvæmdir fyrir Fossvogsbrú

Gerð landfyllinga, sjóvarna og nýbygging Öldu — brúar yfir Fossvog. Verkið er hluti af Borgarlínunni og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði.

Fossvogsbrú verður 270 m löng og allt að 17 m breið. Hún tengir saman vesturhluta Kópavogs og Reykjavík. Brúin er ætluð Borgarlínuvögnum, strætisvögnum, gangandi og hjólandi vegfarendum, auk forgangsakstri lögreglu, sjúkraflutninga og slökkviliðs.

Framkvæmdatími

2025-2028

Framkvæmdasvæði fyrir landfyllingar og sjóvarnir

  • Göngu- og hjólastígar
  • Aðkomuvegur
  • Landfylling
  • Vinnusvæði – aðgangur óheimill
  • Baujur – afmarka vinnusvæði

Áhrif framkvæmda

Áhrif á sjó

Siglingaklúbbur og 
baðgestir (ylströnd)

Svæði í sjó verða sérstaklega girt af og merkt með baujum. Öll umferð fyrir innan þær er stranglega bönnuð. Sjósunds- og siglingafólk getur að öðru leyti athafnað sig í Fossvoginum samkvæmt venju en öll eru hvött til að 
gæta varúðar.

Stýrt aðgengi

Unnið að aðgengisstýringarlausnum í samráði við hagaðila.

Áhrif á landi

Hjólandi og gangandi

Greiðfært verður um hjóla- og gönguleiðir 
við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar allan framkvæmdatímann. Þvera þarf stígana á 
einum stað fyrir umferð vinnutækja en þeir 
verða aldrei lokaðir.

Isavia og Reykjavíkurflugvöllur

Náin samvinna er við Isavia vegna nálægðar við flugvöllinn. Framkvæmdir geta verið stöðvaðar fyrirvaralaust ef flugöryggi er talið ógnað.

Hvað verður gert?

Kort sem sýnir landfyllingar og sjóvarnir

Kort sem sýnir landfyllingar og sjóvarnir

Landfyllingar og sjóvarnir
Landfyllingar eru gerðar báðum megin Fossvogs og hófust framkvæmdir 17. janúar 2025 á Kársnesi í Kópavogi. Verkinu skal lokið 1. nóvember 2026

  • Landfyllingar verða samtals um 2,3 hektarar 
auk 0,4 hektara fyllinga á landi.
  • Sjóvarnir verða gerðar við strandlengjuna beggja 
vegna vogsins, alls 960 metrar af nýrri sjóvörn.
  • Nýjar landfyllingar við Skerjafjörð frá norðvestri 
að Kýrhamri og á Kársnesi.
  • Framkvæmdin mun fela í sér flutning, flokkun og útlögn efnis, sem og breytingar á ofanvatns- og skólplögnum.
  • Efnisöflun, flutningur og útlögn á fyllingarefni er 
samtals 132.000 m³ .
  • Sérstök áhersla er lögð á að göngu- og hjólaleið 
við Reykjavíkurflugvöll verði opin og greiðfær allan framkvæmdatímann.

Öryggis- og umhverfismál

  • Framkvæmdir eru nálægt Reykjavíkurflugvelli; því gilda sérstakar hæðartakmarkanir vegna flugumferðar og kröfur um tækjabúnað með virkri hæðarlæsingu.
  • Verktaki tryggir að öryggismál séu höfð í fyrirrúmi, ásamt reglubundinni mengunarvöktun og rykbindingu á framkvæmdasvæðum.

Brúarsmíði

  • Áætlað útboð vorið 2025 og verklok um mitt ár 2028.

Tímarammi framkvæmda við landfyllingar og sjóvarnir

Áfangi 1

Kársnes

skal lokið 7. júlí 2026

Áfangi 2

Reykjavík

skal lokið 25. maí 2026

Áfangi 3

Skerjafjörður

skal lokið 1. nóvember 2026

Lokið skal við framkvæmdina í heild 1. nóvember 2026



Við hvetjum alla hagaðila og vegfarendur til að kynna sér framkvæmdina vel og hafa samband ef frekari upplýsingar vantar eða ef spurningar vakna.

Hver koma að verkinu?

Vegagerðin

Betri samgöngur

Reykjavíkurborg

Kópavogsbær

Verktaki landfyllinga og sjóvarnaGrafa og grjót ehf.

Samgöngusáttmálinn

Fossvogsbrú er fjármögnuð af Samgöngusáttmálanum og er áætlaður kostnaður við landfyllingar, sjóvarnir, brúarsmíði og aðra landsmótun á svæðinu er um 8,3 milljarðar króna. Því til viðbótar innifelur samningurinn við verktakann Gröfu og grjót ehf. landfyllingu og sjóvarnir fyrir Reykjavíkurborg að áætluðum kostnaði upp á 500 milljónir króna.

Þessi vefsíða notar vafrakökur(e. cookies)til að bæta upplifun þína