Gerð landfyllinga, sjóvarna og nýbygging Öldu — brúar yfir Fossvog. Verkið er hluti af Borgarlínunni og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði.
Fossvogsbrú verður 270 m löng og allt að 17 m breið. Hún tengir saman vesturhluta Kópavogs og Reykjavík. Brúin er ætluð Borgarlínuvögnum, strætisvögnum, gangandi og hjólandi vegfarendum, auk forgangsakstri lögreglu, sjúkraflutninga og slökkviliðs.
Framkvæmdatími
2025-2028
Svæði í sjó verða sérstaklega girt af og merkt með baujum. Öll umferð fyrir innan þær er stranglega bönnuð. Sjósunds- og siglingafólk getur að öðru leyti athafnað sig í Fossvoginum samkvæmt venju en öll eru hvött til að gæta varúðar.
Unnið að aðgengisstýringarlausnum í samráði við hagaðila.
Greiðfært verður um hjóla- og gönguleiðir við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar allan framkvæmdatímann. Þvera þarf stígana á einum stað fyrir umferð vinnutækja en þeir verða aldrei lokaðir.
Náin samvinna er við Isavia vegna nálægðar við flugvöllinn. Framkvæmdir geta verið stöðvaðar fyrirvaralaust ef flugöryggi er talið ógnað.
Kort sem sýnir landfyllingar og sjóvarnir
Landfyllingar og sjóvarnir
Landfyllingar eru gerðar báðum megin Fossvogs og hófust framkvæmdir 17. janúar 2025 á Kársnesi í Kópavogi. Verkinu skal lokið 1. nóvember 2026
Öryggis- og umhverfismál
Brúarsmíði
Áfangi 1
skal lokið 7. júlí 2026
Áfangi 2
skal lokið 25. maí 2026
Áfangi 3
skal lokið 1. nóvember 2026
Lokið skal við framkvæmdina í heild 1. nóvember 2026
Við hvetjum alla hagaðila og vegfarendur til að kynna sér framkvæmdina vel og hafa samband ef frekari upplýsingar vantar eða ef spurningar vakna.
Vegagerðin
Betri samgöngur
Reykjavíkurborg
Kópavogsbær
Verktaki landfyllinga og sjóvarnaGrafa og grjót ehf.
Fossvogsbrú er fjármögnuð af Samgöngusáttmálanum og er áætlaður kostnaður við landfyllingar, sjóvarnir, brúarsmíði og aðra landsmótun á svæðinu er um 8,3 milljarðar króna. Því til viðbótar innifelur samningurinn við verktakann Gröfu og grjót ehf. landfyllingu og sjóvarnir fyrir Reykjavíkurborg að áætluðum kostnaði upp á 500 milljónir króna.