Um okkur

Breið samvinna

Borgarlínan byggir á undirbúningi, stefnum og ákvörðunum stjórnvalda undanfarin ár. Verkefnið er hluti af samgöngusáttmála ríkis og sveitar­fé­laganna á höfuðborg­ar­svæðinu sem felur í sér sameig­inlega framtíðarsýn og heildar­hugsun fyrir alla ferðamáta.

2. október 2020 stofnuðu ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborg­ar­svæðinu: Garðabær, Hafnar­fjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgöngu­innviða á höfuðborg­ar­svæðinu. Þetta nýja félag heitir Betri samgöngur ohf. og mun hafa yfirumsjón með framkvæmdum vegna uppbyggingar samgangna og fjármögnun þeirra, þar á meðal innviði almenn­ings­sam­gangna.

Verkefnastofa Borgar­línunnar formlega til starfa sumarið 2019 en hún sinnti undirbúningi fyrstu framkvæmda Borgar­línunnar og var samstarfs­verkefni Vegagerð­arinnar og Samtaka sveitar­fé­laganna á höfuðborg­ar­svæðinu. Verkefna­stofan starfaði til ársloka 2020 en þá tók Vegagerðin við keflinu og hefur umsjón með Borgar­línunni og framkvæmdum í tengslum við hana.

Uppbygging á Ártúnshöfða.