Opnir fundir um nýtt Leiðanet Strætó

Starfsfólk Strætó og verkefnastofu Borgarlínu verða til skrafs og ráðgerða varðandi tillögur að nýju Leiðaneti Strætó á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. Þar gefst áhugasömum tækifæri til að koma með ábendingar og fræðast um hið nýja leiðanet sem Borgarlína mun ferðast um í framtíðinni.

Fundir eru sem hér segir:

  • Mánudagur 21. október 15:00-18:00 Kjarni, Mosfellsbæ.
  • Þriðjudagur 22. október 15:00 – 18.00 Mjódd, Reykjavík.
  • Fimmtudagur 24. október 15:00-18:00 Smáralind, Kópavogi.
  • Mánudagur 28. október 15:00-18:00 Fjörður Hafnarfirði.
  • Þriðjudagur 29. október 12:00-18:00 Háskólatorg. Reykjavík.
  • Fimmtudagur 31. október 16:00-18:00 Garðatorg, Garðabæ.