Morgun­fundur um Samgöngusátt­málann – Sagan og staðan

Borgarlínan heyrir undir Samgöngusáttmálann, sem gerður var milli ríkis og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu haustið 2019. Saga og staða verkefna á vegum Samgöngusáttmálans verður til umfjöllunar á morgunfundi hjá Vegagerðinni, þriðjudaginn 15. febrúar kl. 9-10.15.

Fundinum verður streymt á vef Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is og Facebook. Fundurinn verður einnig haldinn í húsnæði Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Opið er meðan húsrúm leyfir og það verður heitt á könnunni.  Hægt verður að senda inn spurningar á Sli.do. Lykilorðið er „sattmali“.

Linkur á streymið: https://livestream.com/accounts/5108236/events/10157832

Dagskrá fundarins:

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, setur fundinn.

Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna.
Samgöngusáttmálinn. Aðdragandi og þýðing hans.

Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri Höfuðborgarsvæðis Vegagerðarinnar.
Stofnvegaframkvæmdir 2022 og verkefni varðandi Borgarlínuna.

Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur hjá Höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar.
Uppbygging göngu- og hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu. Hvar verða næstu stígar lagðir?

Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustusviðs Vegagerðarinnar.
Umferðarflæði og umferðarljósastýringar.

Um Samgöngusáttmálann: 

Samgöngusáttmálinn var gerður milli ríkis og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu haustið 2019. Markmiðið með honum er að auka umferðaröryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla úrval ferðamáta, draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga. Í því felst að byggja upp góða og örugga stofnvegi, byggja upp net hjóla- og göngustíga sem tengja saman sveitarfélög og hverfi, vinna að undirbúningi Borgarlínunnar og stýra flæði umferðar.

Betri samgöngur ohf. hafa yfirumsjón og eigendaeftirlit með uppbyggingu samgöngumannvirkjanna, auk þess að tryggja fjármögnun. Vegagerðin annast undirbúning, hönnun og verklegar framkvæmdir á vegum Samgöngusáttmálans í góðu samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.