Verkefnastofa Borgarlínu

Verkefnastofa Borgarlínu tók formlega til starfa í júlí 2019 en hún sinnir undirbúningi fyrstu framkvæmda Borgarlínu. Verkefni stofunnar er að ljúka forhönnun Borgarlínu, yfirfara leiðakerfi almenningssamgangna, kostnaðarmeta, vinna að skipulagi og gerð umhverfismats þannig að hægt verði að hefja verkhönnun og undirbúa gerð útboðsgagna fyrir framkvæmdir.

Verkefnastofan var sett á stofn á grundvelli samkomulags milli Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem kveður á um að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og Vegagerðin skipti með sér kostnaði vegna undirbúningsvinnu þar til samkomulag hefur náðst um fyrirkomulag og fjármögnun á öllum samgöngukerfum á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin.

Skipulag Verkefnastofu Borgarlínu

Stýrihópur eigenda fer með yfirstjórn Verkefnastofunnar og tryggir sterkt eignarhald verkefnisins. Stýrihópurinn tekur lykilákvarðanir um umfang og eðli verkefnisins og fylgist með framvindu þess. Stýrihópinn skipa Dagur B. Eggertsson (formaður), Rósa Guðbjartsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Sigurbergur Björnsson, Bergþóra Þorkelsdóttir og Jónas Snæbjörnsson.

Framkvæmdastjórn er í höndum Páls Björgvins Guðmundssonar, framkvæmdastjóra SSH, og Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra Vegagerðarinnar. Framkvæmdastjórn tryggir farsæla framvindu verkefnisins og tekur afstöðu til mála sem upp kunna að koma og snerta framgang þess.

Verkefnastjóri ber ábyrgð á stjórnun verkefnisins, heldur utan um verkefnateymið og sér um nauðsynlegt upplýsingastreymi til framkvæmdastjórnar og stýrihóps og um að miðla upplýsinga til verkefnateymis.

Verkefnastjóri ber ábyrgð á stjórnun verkefnisins, heldur utan um verkefnateymið og sér um nauðsynlegt upplýsingastreymi til framkvæmdastjórnar og stýrihóps og um að miðla upplýsingum til verkefnateymis.

Verkefnateymið nýtur stuðnings sérfræðinga Vegagerðarinnar, sveitarfélaganna og Strætó bs. auk annarra innlendra og erlendra ráðgjafa.

SVG

Stýrihópur hefur það hlutverk að tryggja sterkt eignarhald verkefnisins. Stýrihópur tekur lykil ákvarðanir er varða umfang og eðli verkefnisins og fylgist með framvindu. Fundar að jafnaði á 6 vikna fresti með framkvæmdastjórn og verkefnisstjóra.

Verkefnastjóri ber ábyrgð á stjórnun verkefnisins, heldur utan um verkefnateymið, sér um að nauðsynleg upplýsingastreymi til framkvæmdastjórnar og stýrihóps og heldur verkefnateymi upplýstu.

Verkefnahópur skipaður lykilstarfsmönnun sveitarfélaga, Strætó og Vegagerðar er verkefnastjóra og verkefnateymi til ráðgjafar við mótun einstakra verkþátta og tilnefnir fulltrúa í tilfallandi starfshópa.

Framkvæmdastjórn á að tryggja farsæla framvindu verkefnisins og leysa úr málum sem upp koma og snerta framgang verkefnisins. Fundar að jafnaði á 4 vikna fresti með verkefnisstjóra.

Verkefnateymið mótar verkefnisáætlun og umfang einstaka verkþátta. Fulltrúar skipta með sér ábyrgð á einstaka verkþáttum og taka þátt í starfshópum. Ábyrgðaraðilar upplýsa verkefnastjóra um framgang sinna verkþátta.

Stoðráðgjafi kemur inn með þekkingu og reynslu af hliðstæðum verkefnum og er verkefnastjóra og verkefnateymi til ráðgjafar.

Verkefnateymi

Hrafnkell Á. Proppé

Svæðisskipulagstjóri

hrafnkell@borgarlinan.is

Verkefnastjóri

Bryndís Friðriksdóttir

Samgönguverkfræðingur

bryndis@borgarlinan.is

Lilja G. Karlsdóttir

Samgönguverkfræðingur

lilja@borgarlinan.is